Lífið

Sunneva Einar les ljót ummæli um sig: „Ofmetnasti kvenmaður í heimi“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sunneva Einars er oft á milli tannanna á fólki.
Sunneva Einars er oft á milli tannanna á fólki. Skjáskot

Áhrifavaldurinn Sunneva Einars mætti í Brennsluna á dögunnum og las upp ljót og andstyggileg ummæli um sig sem birst hafa á vefnum. Sunneva er háskólanemi og einkaþjálfari og með yfir 44 þúsund fylgjendur á Instagram. Svo virðist sem margir hafi skoðanir á myndunum sem hún birtir þar, eins og sjá má í myndbandinu hér neðar í fréttinni. 

Fyrirmyndin er liðurinn Mean Tweets hjá Jimmy Kimmel en hér fyrir neðan má lesa þær athugasemdir sem urðu fyrir valinu.

„Það er athyglisvert að í íslenskri menningu nútímans séu þessi athyglissjúku fífl kölluð "áhrifavaldar"“

„Sunneva er ofmetnasti kvenmaður í heimi!“

„Er þessi myndalega og barmamikla íslenska kona hún "Sunneva Einars", ekki íslenska útgáfan af hinni bandarísku "Dolly Parton" ? "Dolly Parton" fær líka mikla athygli eins og hin íslenska yngismey hún "Sunneva Einars" !!! Það þarf alveg sér póstnúmer á svona stóran rass.“

„Ég legg til að þessi unga kona slappi af. Hún ætti að nota þessar fáu heilasellur til þess að skipuleggja framtíð sína af skynsemi, það gerir hún ekki með því að glenna sig á samfélagsmiðlum“

„Væri alveg til í rassinn á Sunnevu, vinkvink 😉“

„Aldrei skilið hvers vegna þessi stelpa fær alla þessa athygli, hún er ekki einu sinni sæt.“

Hægt er að horfa á innslagið frá Brennslunni í spilaranum hér fyrir neðan. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.