Segir fólk hringja á öllum tímum sólarhrings með ásökunum um mannvonsku Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 11:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segist nú algerlega sannfærður um að fólk lesi bara fyrirsagnir og kynni sér ekki málin. Hann segist fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta. visir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30