Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:37 Það var annríki á Alþingi í gær, á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Alls fóru fram þrír þingfundir frá klukkan tíu í gærmorgun og þar til rúmlega hálf þrjú í nótt. Vísir/Vilhelm Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira