Lífið samstarf

Scooter heldur risatónleika í Laugardalshöll

TWE LIVE
Scooter mætir aftur í Laugardalshöll 2021.
Scooter mætir aftur í Laugardalshöll 2021.

Þýski tecknorisinn Scooter heimsækir Ísland aftur í apríl 2021 og heldur risatónleika í Laugardalshöll þar sem öllu verður tjaldað til. Hljóð og ljós verða í sérflokki, sprengjur, leysigeislar og dansarar koma fram með miklum látum.

Frábærir íslenskir tónlistarmenn munu sjá um upphitun. Risasveitin GUSGUS, raftónlistartvíeykið ClubDub og DJ Margeir munu keyra partýið upp áður en Scooter mætir á svæðið með H.P. Baxxter í fararbroddi og rífur þakið af Höllinni líkt og síðast.

Hlakka til að koma aftur

Scooter kom hingað til lands haustið 2019 og hélt stórkostlega tónleika fyrir fullu húsi í Laugardalshöll. Stemmingin var hreint ótrúleg. Meðlimir sveitarinnar voru hæstánægðir með tónleikana og viðtökurnar og hlakka mikið til að koma aftur með enn kröftugri tónleika. Veislan verður í boði Krombacher Léttöl á Íslandi en umsjón er í höndum Twe Live.

Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudagskvöldið 21. april 2021. Almenn miðasala hefst á Tix.is föstudaginn 3. júli kl. 12.00. Forsala fyrir áskrifendur póstlista Tix.is verður fimmtudaginn 2. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.