Innlent

39 prósent beitilands metið í slæmu ástandi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Rauðbrúni liturinn táknar þann flokk þar sem ástandið er metið verst.
Rauðbrúni liturinn táknar þann flokk þar sem ástandið er metið verst. Kort/GróLind.

45 prósent Íslands og 39 prósent beitilands lenda í tveimur verstu ástandsflokkunum í nýju mati sem birt var í dag á ástandi gróðurs og jarðvegs á landinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.

Það kallast Grólind, samstarfsverkefni bænda, Landgræðslunnar og stjórnvalda, sem hófst fyrir tveimur árum þar sem verið er að meta ástand lands og kortleggja beitarlönd. Stöðuna má sjá á kortavefsjá sem verkefnisstjórinn Bryndís Marteinsdóttir opnaði á kynningu í Húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

Stöðumatið kynnt í Húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Árni Bragason landgræðslustjóri í ræðupúlti.Stöð 2/Sigurjón Ólason.

Landinu öllu er skipt upp í fimm ástandsflokka en það rauðbrúna er það sem hafnar í versta flokknum, flokki eitt þar sem jarðvegsrof telst mikið, og flokkur tvö telst einnig hafa mikið rof, en 45 prósent Íslands teljast í þessu ástandi, þar af 39 prósent beitarsvæða.

Rætt var við þau Bryndísi verkefnisstjóra, Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra og Árna Bragason landgræðslustjóra í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:


Tengdar fréttir

Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi

Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala.

Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni

Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×