Veður

Spá þurru veðri um land allt á 17. júní

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort fyrir landið klukkan 14, eins og það leit út í morgun.
Spákort fyrir landið klukkan 14, eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Suðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga með vætu öðru hverju þegar úrkomubakkar ganga yfir úr vestri.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði hins vegar þurrt að mestu í dag og gæti sést til sólar öðru hverju.

„Á morgun og hinn verður þungbúnara og blautara, einkum S- og V-lands annað kvöld og á mánudag. Úrkomulítið og meinlaust veður á þriðjudag og útlit fyrir þurrt veður um allt land á 17. júní sem er ekki sjálfgefið eins og flestir vita.“

Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 15 stig að deginum þar sem hlýjast verður á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Sunnan 5-10 og dálítil væta V-lands, annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 17 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna V-lands.

Á mánudag: Sunnan 5-13 með rigningu, en styttir víða upp V-til fyrir hádegi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 3-10, skýjað oig smáskúrir, en bjart með köflum SA-lands. Hiti 8 til 13 stig.

Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): S-læg átt, 3-8, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 9 til 16 stig.

Á fimmtudag: Suðaustanátt með rigningu SV- og V-lands, skýjað en úrkomulítið SA-lands, en bjart á N- og NA-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á föstudag: Útlit fyrir SA-lægri átt með lítilsháttar vætu, en bjart með köflum á N- og A-landi. Áfram milt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.