Föstudagsplaylisti Oculus Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. júní 2020 15:41 Oculus í fullum skrúða. Natascha Romboy Friðfinnur Sigurðsson, eða Oculus, er einn helsti hljóðspekúlant landsins, hvort sem það er í tónsmíðum eða þá í hljóðblöndun, hljóðjöfnun og öðrum tæknilegri málum. „Þessa dagana eyði ég nánast öllum tíma í stúdíóinu að mixa og mastera plötur fyrir ýmsa listamenn/konur,“ segir Friðfinnur aðspurður um hvað sé á döfinni hjá honum. „Ásamt þvi ad vinna i nýrri músík sem kemur til með að koma út undir sólóverkefninu mínu, Oculus.“ Næst á dagskrá er lag sem kemur út á safnplötu X/OZ, en það er útgáfufyrirtæki í eigu íslenska raftónlistarmannsins EXOS. „Svo er maður orðinn dálítið spenntur að fá að komast aftur á skemmtistaðina að spila fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur.“ Friðfinni hefur alltaf fundist það partur af sköpunarferlinu að spila tónlistina og prófa á tónleikum áður en hann leggur lokahönd á lagið. „Það getur haft mikil áhrif á ferlið og hjálpað manni að sjá músíkina í öðru ljósi.“ Auk sólóverkefnisins Oculus hefur hann komið víða við, t.a.m. spilað með Sísí Ey, Ólafi Arnalds og GusGus. Þegar kemur að listamönnum sem Friðfinnur hefur hljóðblandað eða hljóðjafnað fyrir verður listinn ansi langur. Þar á meðal eru Hatari, GDRN, FM Belfast, Birnir, Reykjavíkurdætur, Samaris, Floni og Teitur Magnússon svo örfá dæmi séu nefnd. Föstudagslagalistann segir hann vera bræðing af lögum sem hafa annað hvort fylgt honum í gegnum árin, sem honum finnst algjörlega tímalaus og fær ekki leið á, og svo nýrri lögum sem honum finnst vera með áhugaverðan hljóðheim eða tilfinningu. Þar að auki fylgir með lagið Nostalgia af síðustu EP plötu Oculus sem kom út hjá plötufyrirtækinu Æ á síðasta ári. „Í mínum huga ætti þessi playlisti að virka í partýið jafnt sem í bíltúrinn, eða bara heima með headphones.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Friðfinnur Sigurðsson, eða Oculus, er einn helsti hljóðspekúlant landsins, hvort sem það er í tónsmíðum eða þá í hljóðblöndun, hljóðjöfnun og öðrum tæknilegri málum. „Þessa dagana eyði ég nánast öllum tíma í stúdíóinu að mixa og mastera plötur fyrir ýmsa listamenn/konur,“ segir Friðfinnur aðspurður um hvað sé á döfinni hjá honum. „Ásamt þvi ad vinna i nýrri músík sem kemur til með að koma út undir sólóverkefninu mínu, Oculus.“ Næst á dagskrá er lag sem kemur út á safnplötu X/OZ, en það er útgáfufyrirtæki í eigu íslenska raftónlistarmannsins EXOS. „Svo er maður orðinn dálítið spenntur að fá að komast aftur á skemmtistaðina að spila fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur.“ Friðfinni hefur alltaf fundist það partur af sköpunarferlinu að spila tónlistina og prófa á tónleikum áður en hann leggur lokahönd á lagið. „Það getur haft mikil áhrif á ferlið og hjálpað manni að sjá músíkina í öðru ljósi.“ Auk sólóverkefnisins Oculus hefur hann komið víða við, t.a.m. spilað með Sísí Ey, Ólafi Arnalds og GusGus. Þegar kemur að listamönnum sem Friðfinnur hefur hljóðblandað eða hljóðjafnað fyrir verður listinn ansi langur. Þar á meðal eru Hatari, GDRN, FM Belfast, Birnir, Reykjavíkurdætur, Samaris, Floni og Teitur Magnússon svo örfá dæmi séu nefnd. Föstudagslagalistann segir hann vera bræðing af lögum sem hafa annað hvort fylgt honum í gegnum árin, sem honum finnst algjörlega tímalaus og fær ekki leið á, og svo nýrri lögum sem honum finnst vera með áhugaverðan hljóðheim eða tilfinningu. Þar að auki fylgir með lagið Nostalgia af síðustu EP plötu Oculus sem kom út hjá plötufyrirtækinu Æ á síðasta ári. „Í mínum huga ætti þessi playlisti að virka í partýið jafnt sem í bíltúrinn, eða bara heima með headphones.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira