Anníe Mist gerði nánast út af við Fjallið á þrekæfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 08:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Hafþór Júlíus Björnsson höfðu bæði gaman af svona þegar hann var aðeins búinn að fá að jafna sig eftir æfinguna. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson þarf að bæta þrek og þol fyrir hnefaleikabardaga sinn við Eddie Hall í La Vegas. Hann hefur þegar létt sig mikið en þarf að mæta þol og snerpu sína talsvert í viðbót. Ein leið til þess væri að æfa aðeins eins og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist var líka klár í það að taka Fjallið með sér á þrekæfingu. CrossFit fólkið þekkir slíkar æfingar vel enda daglegt brauð hjá þeim en þetta var eitthvað aðeins öðruvísi fyrir kraftajötunn eins og Hafþór. Hafþór setti myndband inn á Youtube-síðu sína þar má sjá hann æfa með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Aegidius. Anníe Mist Þórisdóttur er komin sjö mánuði á leið en hefur æft mikið á meðgöngunni eins og aðdáendur hennar hafa fengið að fylgjast vel með. Anníe Mist skipulagði æfinguna fyrir Hafþór og kláraði hana síðan sjálf með glæsibrag. Það er svo gott sem hægt að krýna hana sem hraustustu óléttu konu í heimi í dag. View this post on Instagram New video up on YouTube now! Killer cardio session with 2x Fittest Woman on Earth @anniethorisdottir Link in bio!! https://youtu.be/N6uSVLRlfbw A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 8, 2020 at 2:28pm PDT Myndbandið á síðu Hafþórs sýnir þau þrjú æfa saman og það fer ekkert á milli mála að Hafþór er á síðustu bensíndropunum. „Þetta er í annað skiptið sem Anníe og Frederik ganga gjörsamlega frá mér en ég ætla ekki að sýna þeim að sé útkeyrður og ætla að halda áfram að pína mig áfram. Ég brotna ekki,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annars á miðri æfingunni eins og sást í myndbandinu. „Ég er strax byrjaður að fá krampa alls staðar í líkamanum,“ sagði Hafþór Júlíus en Frederik Aegidius rekur hann áfram: „Þú verður að klára“ en Anníe Mist leyfði honum síðan að klára á þrekhjólinu. Anníe Mist sagði síðan skemmtilega sögu af fyrstu æfingunni þeirra saman. Hafþór rétt marði hana í fyrstu umferðinni en áttaði sig ekki á því að umferðirnar voru sex. Hann var síðan algjörlega búinn eftir aðra umferð. „Hann lá á gólfinu í tuttugu til þrjátíu mínútur að jafna sig,“ sagði Anníe Mist hlæjandi en hún hrósaði Hafþóri fyrir hversu langt hann er kominn núna. „Hann er eins og nýr maður og orðinn maður sem ég get unnið með,“ sagði Anníe Mist. „Hann mun aldrei koma aftur er það nokkuð, spurði Anníe Mist síðan brosandi en Hafþór lofaði því að koma aftur. „Þú þekkir mig. Ég mun koma aftur. Sérstaklega núna af því að æfingarnar mínar munu breytast núna og ég þarf að vinna meira í þolinu. Ég vil endilega koma ef ég er ekki trufla æfingarnar,“ sagði Hafþór Júlíus. „Hann er ekki að trufla mikið æfingarnar mínar þessa dagana,“ sagði Anníe Mist og vísaði þá í þá staðreynd að hún á að eiga sitt fyrsta barn í ágúst. „Markmiðið hans ætti að vera að komast fram úr mér áður en ég eignast barnið,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Það er ekki slæmt fyrir Fjallið ef tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit ætlar að hjálpa honum að komast í alvöru form fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas. Það má sjá æfinguna þeirra saman hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Kraftlyftingar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson þarf að bæta þrek og þol fyrir hnefaleikabardaga sinn við Eddie Hall í La Vegas. Hann hefur þegar létt sig mikið en þarf að mæta þol og snerpu sína talsvert í viðbót. Ein leið til þess væri að æfa aðeins eins og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist var líka klár í það að taka Fjallið með sér á þrekæfingu. CrossFit fólkið þekkir slíkar æfingar vel enda daglegt brauð hjá þeim en þetta var eitthvað aðeins öðruvísi fyrir kraftajötunn eins og Hafþór. Hafþór setti myndband inn á Youtube-síðu sína þar má sjá hann æfa með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Aegidius. Anníe Mist Þórisdóttur er komin sjö mánuði á leið en hefur æft mikið á meðgöngunni eins og aðdáendur hennar hafa fengið að fylgjast vel með. Anníe Mist skipulagði æfinguna fyrir Hafþór og kláraði hana síðan sjálf með glæsibrag. Það er svo gott sem hægt að krýna hana sem hraustustu óléttu konu í heimi í dag. View this post on Instagram New video up on YouTube now! Killer cardio session with 2x Fittest Woman on Earth @anniethorisdottir Link in bio!! https://youtu.be/N6uSVLRlfbw A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 8, 2020 at 2:28pm PDT Myndbandið á síðu Hafþórs sýnir þau þrjú æfa saman og það fer ekkert á milli mála að Hafþór er á síðustu bensíndropunum. „Þetta er í annað skiptið sem Anníe og Frederik ganga gjörsamlega frá mér en ég ætla ekki að sýna þeim að sé útkeyrður og ætla að halda áfram að pína mig áfram. Ég brotna ekki,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annars á miðri æfingunni eins og sást í myndbandinu. „Ég er strax byrjaður að fá krampa alls staðar í líkamanum,“ sagði Hafþór Júlíus en Frederik Aegidius rekur hann áfram: „Þú verður að klára“ en Anníe Mist leyfði honum síðan að klára á þrekhjólinu. Anníe Mist sagði síðan skemmtilega sögu af fyrstu æfingunni þeirra saman. Hafþór rétt marði hana í fyrstu umferðinni en áttaði sig ekki á því að umferðirnar voru sex. Hann var síðan algjörlega búinn eftir aðra umferð. „Hann lá á gólfinu í tuttugu til þrjátíu mínútur að jafna sig,“ sagði Anníe Mist hlæjandi en hún hrósaði Hafþóri fyrir hversu langt hann er kominn núna. „Hann er eins og nýr maður og orðinn maður sem ég get unnið með,“ sagði Anníe Mist. „Hann mun aldrei koma aftur er það nokkuð, spurði Anníe Mist síðan brosandi en Hafþór lofaði því að koma aftur. „Þú þekkir mig. Ég mun koma aftur. Sérstaklega núna af því að æfingarnar mínar munu breytast núna og ég þarf að vinna meira í þolinu. Ég vil endilega koma ef ég er ekki trufla æfingarnar,“ sagði Hafþór Júlíus. „Hann er ekki að trufla mikið æfingarnar mínar þessa dagana,“ sagði Anníe Mist og vísaði þá í þá staðreynd að hún á að eiga sitt fyrsta barn í ágúst. „Markmiðið hans ætti að vera að komast fram úr mér áður en ég eignast barnið,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Það er ekki slæmt fyrir Fjallið ef tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit ætlar að hjálpa honum að komast í alvöru form fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas. Það má sjá æfinguna þeirra saman hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Kraftlyftingar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Sjá meira