Fer með hlutverk „viðurstyggilegs“ íslensks seðlabankastjóra í Eurovision-myndinni Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:03 Mikael Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í fjölmörgum kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Getty Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. Sænskir fjölmiðlar visa í tilkynningu frá Persbrandt í morgun þar sem segir að hann muni fara með hlutverk Victor Karlsson seðlabankastjóra. „Það er með mikilli ánægju að hafa fengið að ganga til liðs við hið stórkostlega leikaralið til að leika hinn viðurstyggilega Victor Karlsson í þessari sögu um hinn stórkostlega Eurovision-heim,“ segir Persbrandt í yfirlýsingu. Þekktur úr Beck-myndunum Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Hann hefur einnig farið með hlutverk í myndunum In a Better World og Hobbitanum. Sömuleiðis fer hann með hlutverk í Netflix-þáttunum Sex Education. Í Eurovision-myndinni fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku söngvaranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem hafa það að markmiði að landa langþráðum sigri í Eurovision fyrir Íslands hönd. watch on YouTube Bond-leikarinn Pierce Brosnan og Dan Stevens úr Downton Abbey fara einnig með hlutverk í myndinni en leikstjóri hennar er David Dobkin sem hefur það meðal annars á ferilskránni að hafa leikstýrt myndunum Wedding Crashers og Shanghai Knights. Fjöldi íslenskra leikara Að auki fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Tómas Lemerquis og Björn Hlynur Haraldsson. Persbrandt er ekki einni Svíinn sem kemur við sögu við gerð myndarinnar en í síðasta mánuði var sagt frá því að sænska söngkonan Molly Sandén væri sú sem syngi rödd persónu Rachel McAdams í framlagi Íslendinga í myndinni – laginu Volcano Man. Myndin verður frumsýnd 26. júní. Eurovision-mynd Will Ferrell Seðlabankinn Tengdar fréttir Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31 Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. Sænskir fjölmiðlar visa í tilkynningu frá Persbrandt í morgun þar sem segir að hann muni fara með hlutverk Victor Karlsson seðlabankastjóra. „Það er með mikilli ánægju að hafa fengið að ganga til liðs við hið stórkostlega leikaralið til að leika hinn viðurstyggilega Victor Karlsson í þessari sögu um hinn stórkostlega Eurovision-heim,“ segir Persbrandt í yfirlýsingu. Þekktur úr Beck-myndunum Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Hann hefur einnig farið með hlutverk í myndunum In a Better World og Hobbitanum. Sömuleiðis fer hann með hlutverk í Netflix-þáttunum Sex Education. Í Eurovision-myndinni fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku söngvaranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem hafa það að markmiði að landa langþráðum sigri í Eurovision fyrir Íslands hönd. watch on YouTube Bond-leikarinn Pierce Brosnan og Dan Stevens úr Downton Abbey fara einnig með hlutverk í myndinni en leikstjóri hennar er David Dobkin sem hefur það meðal annars á ferilskránni að hafa leikstýrt myndunum Wedding Crashers og Shanghai Knights. Fjöldi íslenskra leikara Að auki fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Tómas Lemerquis og Björn Hlynur Haraldsson. Persbrandt er ekki einni Svíinn sem kemur við sögu við gerð myndarinnar en í síðasta mánuði var sagt frá því að sænska söngkonan Molly Sandén væri sú sem syngi rödd persónu Rachel McAdams í framlagi Íslendinga í myndinni – laginu Volcano Man. Myndin verður frumsýnd 26. júní.
Eurovision-mynd Will Ferrell Seðlabankinn Tengdar fréttir Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31 Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19
Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31
Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54