Erlent

Lögregla hefur engan grunaðan um skotárás þar sem sjö létu lífið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan segir vettvang tryggðan.
Lögreglan segir vettvang tryggðan. Morgan County Sheriff's Office

Lögreglan í Morgan-sýslu í Alabama í Bandaríkjunum fann í morgun sjö látnar manneskjur í húsi í bænum Valhermoso Springs. Talið er að fólkið, sem allt var fullorðið, hafi verið skotið til bana.

Þetta kemur fram á vef Waff-48, sem er undirmiðill NBC-samsteypunnar í Bandaríkjunum. Þar segir að viðbragðsaðilar hafi fengið útkall vegna skothljóða.

Lögreglan segir í Facebook-færslu að málið sé rannsakað sem morð, og að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komi að rannsókninni. Eins segir að rannsóknarvettvangur hafi verið tryggður og að ekki sé talið að almenningur í nágrenninu þurfi að óttast um öryggi sitt vegna málsins.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins að því er fram kemur í færslu lögreglunnar og enginn er grunaður. Þá hafa nöfn hinna látnu ekki komið fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×