Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2020 15:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn. Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn.
Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira