Sport

Hætt við alþjóðlega CrossFit-mótið í Reykjavík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katrín Tanja og aðrir íslenskir CrossFit keppendur þurfa að bíða þangað til á næsta ári með að keppa í íþróttinni á Íslandi.
Katrín Tanja og aðrir íslenskir CrossFit keppendur þurfa að bíða þangað til á næsta ári með að keppa í íþróttinni á Íslandi. Vísir/Getty

Alþjóðlegt crossfitmót átti að fara fram í Reykjavík í sumar en nú er ljóst að hætta þarf við mótið vegna kórónufaraldursins. Tilkynning þess efnis var gefin út í gær.

Upphaflega hafði mótið verið fært til 26. og 28. júní í þeirri von um að áhrif kórónufaraldursins væru farin að dvína en vegna ferða- og fjöldatakmarkana hafa skipuleggjendur mótsins ákveðið að aflýsa því að svo stöddu.

Í tilkynningu á Facebook-síðu mótsins kemur fram að það muni fara fram á næsta ári.

Annie Mist Þórisdóttir mætti á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikana í janúar á þessu ári til að kynna mótið. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.