Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fjöldi ríkja undirbýr nú opnun landamæra sinna en Danir tilkynntu í dag að þeir bjóði Íslendinga velkomna frá og með miðjum júní en Íslendingar geta líka heimsótt Eistland og Færeyjar í júní. Heimsóknirnar eru þó skilyrðum háðar. Til að mynda mega ferðamenn ekki gista í Kaupmannahöfn á meðan á dvölinni stendur.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í beinni útsendingu.

Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði til ráðherra. Nánar um þetta í kvöldfréttum.

Við verðum í beinni útsendingu á Selfossi en í hönd fer fyrsta ferðahelgi sumarsins. Margir hafa hugsað sér að keyra út á land í kvöld en umferðin hefur verið ansi mikil í gegnum Selfoss í dag.

Þetta og margt fleira af innlendum og erlendum vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.