Sportið í dag: Stútfullur 90 mínútna þáttur í opinni dagskrá með Kára sem gestastjórnanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2020 13:33 Síðasti þáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí verður pakkfullur. Kári Kristján Kristjánsson verður gestastjórnandi og gestur þáttarins og farið verður um víðan völl. vísir/vilhelm Lokaþáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí verður hinn veglegasti. Þátturinn er venju samkvæmt klukkan 15:00 og verður að þessu sinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Vísi sem og á Vísi. Kári Kristján Kristjánsson er bæði gestur og gestastjórnandi þáttarins í dag. Eyjamaðurinn hefur slegið í gegn með innslögum sínum í þættinum og vel við hæfi að hann verði í síðasta þættinum fyrir sumarfrí. Kári mun sitja í settinu með Henry Birgi en Kjartan Atli verður í beinni frá golfvellinum í Grindavík þar sem lokahóf Domino's Körfuboltakvölds er í fullum gangi. Þar sem þetta er síðasti þátturinn fyrir sumarfrí þá verður þátturinn lengri í dag eða um 90 mínútur. Það er líka stútfullur þáttur í dag. Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn Selfoss, verða í viðtali og ræða komandi sumar sem og umræðuna um launamál í kvennaboltanum. Sú umræða var í hámarki eftir að Anna Björk samdi við Selfoss. Þátturinn kíkir í heimsókn hjá KSÍ þar sem verið er að senda alla gömlu landsliðsbúningana langt út í heim enda von á nýjum búningum frá Puma. Einnig var nýr styrktaraðili næstefstu deildanna í knattspyrnu kynntur í Laugardalnum í dag og þau mál verða skoðuð. Karl Jónsson, fyrrum leikmaður og körfuknattleiksþjálfari, fer yfir ábyrgð höfuðborgarsvæðisins í íslenskum körfubolta. Kristján Einar Kristjánsson fer svo yfir viðburði helgarinnar á Stöð 2 eSport. Að lokum verður kíkt í nýjan og glæsilegan búningsklefa Víkings þar sem einnig verður skoðuð áhugaverð leið til þess að sótthreinsa búningsklefa á tímum Covid. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira
Lokaþáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí verður hinn veglegasti. Þátturinn er venju samkvæmt klukkan 15:00 og verður að þessu sinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Vísi sem og á Vísi. Kári Kristján Kristjánsson er bæði gestur og gestastjórnandi þáttarins í dag. Eyjamaðurinn hefur slegið í gegn með innslögum sínum í þættinum og vel við hæfi að hann verði í síðasta þættinum fyrir sumarfrí. Kári mun sitja í settinu með Henry Birgi en Kjartan Atli verður í beinni frá golfvellinum í Grindavík þar sem lokahóf Domino's Körfuboltakvölds er í fullum gangi. Þar sem þetta er síðasti þátturinn fyrir sumarfrí þá verður þátturinn lengri í dag eða um 90 mínútur. Það er líka stútfullur þáttur í dag. Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn Selfoss, verða í viðtali og ræða komandi sumar sem og umræðuna um launamál í kvennaboltanum. Sú umræða var í hámarki eftir að Anna Björk samdi við Selfoss. Þátturinn kíkir í heimsókn hjá KSÍ þar sem verið er að senda alla gömlu landsliðsbúningana langt út í heim enda von á nýjum búningum frá Puma. Einnig var nýr styrktaraðili næstefstu deildanna í knattspyrnu kynntur í Laugardalnum í dag og þau mál verða skoðuð. Karl Jónsson, fyrrum leikmaður og körfuknattleiksþjálfari, fer yfir ábyrgð höfuðborgarsvæðisins í íslenskum körfubolta. Kristján Einar Kristjánsson fer svo yfir viðburði helgarinnar á Stöð 2 eSport. Að lokum verður kíkt í nýjan og glæsilegan búningsklefa Víkings þar sem einnig verður skoðuð áhugaverð leið til þess að sótthreinsa búningsklefa á tímum Covid. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira