Sport

Brown vill boxa við Logan Paul

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Brown er ólíkindatól.
Antonio Brown er ólíkindatól. vísir/getty

Fyrrum NFL-stjörnunni Antonio Brown virðist leiðast þessa dagana og hann reynir sífellt að finna upp á einhverju nýju að gera.

Hann er nýbúinn að gefa út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband sem hefur fengið misgóðar viðtökur.

Í gærkvöldi stakk Brown síðan upp á því á Twitter að berjast í hnefaleikum gegn Youtube-stjörnunni Logan Paul.Paul hefur verið að berjast við aðra Youtube-stjörnu, KSI, og hafa bardagar þeirra fengið mikið áhorf.

Paul tók alls ekkert illa í hugmyndina og sagðist ætla að vera fljótur að rota Brown.Nú er bara spurning hvort einhver hafi áhuga á því að setja slíkan bardaga á dagskrá.

NFL

Tengdar fréttir

Antonio Brown syngur um peninga | Myndband

Vandræðagemsinn Antonio Brown klúðraði sínum málum rækilega í NFL-deildinni í vetur en hefur nýtt tímann til þess að búa til tónlist. Fyrsta myndbandið kom svo í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.