Sport

Féll á lyfjaprófi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luis Ricardo Villalobos Hernandez fagnar sigri á einu af hjólreiðamótunum sem hann hefur tekið þátt í síðustu ár.
Luis Ricardo Villalobos Hernandez fagnar sigri á einu af hjólreiðamótunum sem hann hefur tekið þátt í síðustu ár. vísir/getty

Hjólreiðakappinn Luis Ricardo Villalobos, sem hjólar fyrir EF Education First, er kominn í bann eftir að jákvætt sýndi fannst í lyfjaprófi hans á síðasta ári en þetta staðfesti alþjóða hjólreiðasambandið.

Hinn 21 árs Mexíkói fór í lyfjapróf í apríl fyrir rúmu ári síðan en hann var þá tekinn að handahófi í lyfjapróf og ekki í kringum neina keppni. Talið er að vaxtahormón hafi fundist í blóði hans og því er hann á leið í bann.

Þegar Luis Ricardo fór í lyfjaprófið var hann hluti af liðinu Team Aevolo en fjórum mánuði síðar skipti hann yfir í liðið EF Education First þar sem stjörnurnar Rigoberto Urán, Tejay van Garderen og hinn danski Magnus Cort hjóla með honum.

„Þetta lið var sett á laggirnar til þess að vernda heilsu og réttindi þvert á íþróttir - sérstaklega þá ungu sem koma inn í atvinnumannaumhverfið. Það er mjög leiðinlegt fyrir okkur að sjá þegar þessir ungu hjólreiðamenn koma inn og eru undir handleiðslu áhugalækna og þjálfara sem að lokum eyðileggja feril þeirra. Ef við hefðum vitað þetta um Luis þá hefðum við ekki sótt hann,“ segir Jonathan Vaughters, yfirmaður hjá EF Education First.

Ekki hefur farið í gegnum B-sýni Luis og mun það verða rannsakað áður en dómur fellur í málinu en þangað til er hann að minnsta kosti í banni frá hjólreiðamótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×