Innlent

Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi.
Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. Stöð 2/Einar Árnason.

Sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa skipað verkefnishóp til að kanna hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“.

Hópurinn hefur þegar hleypt upplýsingasíðu um verkefnið af stokkunum og má nálgast síðuna hér. Þar má nálgast frekari skýringar á ferlinu auk þess sem þangað má senda inn fyrirspurnir um áhrif hugsanlegrar sameiningar.

Aðstandendur verkefnisins segja jafnframt að fyrirhugað sé að halda íbúafund í hverju og einu sveitarfélagi í haust - „þar sem leitað verður sjónarmiða íbúa og í framhaldinu framkvæmd skoðanakönnun.“

Gert er ráð fyrir að tillaga verkefnishópsins liggi fyrir í lok október 2020, þannig að sveitarstjórnir geti tekið ákvörðun í nóvember. Verði ákveðið að hefja formlegar sameiningarviðræður munu íbúar ganga til kosninga um sameiningartillögu á árinu 2021.

Upplýsingasíðu verkefnisins má nálgast með því að smella hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.