Innlent

Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi.
Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. Stöð 2/Einar Árnason.

Sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa skipað verkefnishóp til að kanna hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“.

Hópurinn hefur þegar hleypt upplýsingasíðu um verkefnið af stokkunum og má nálgast síðuna hér. Þar má nálgast frekari skýringar á ferlinu auk þess sem þangað má senda inn fyrirspurnir um áhrif hugsanlegrar sameiningar.

Aðstandendur verkefnisins segja jafnframt að fyrirhugað sé að halda íbúafund í hverju og einu sveitarfélagi í haust - „þar sem leitað verður sjónarmiða íbúa og í framhaldinu framkvæmd skoðanakönnun.“

Gert er ráð fyrir að tillaga verkefnishópsins liggi fyrir í lok október 2020, þannig að sveitarstjórnir geti tekið ákvörðun í nóvember. Verði ákveðið að hefja formlegar sameiningarviðræður munu íbúar ganga til kosninga um sameiningartillögu á árinu 2021.

Upplýsingasíðu verkefnisins má nálgast með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.