Eyðir áramótunum á Íslandi 19. september 2009 04:00 Daniel Brühl kom til Íslands fyrir viku og þar sem hann getur ekki skoðað landið mikið mun hann eyða áramótunum hér á landi.mynd/Bergsteinn Björgúlfsson „Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Einitítur og asparbjöllur muni bíta jólatrésþjófinn í rassinn Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
„Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Einitítur og asparbjöllur muni bíta jólatrésþjófinn í rassinn Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira