Tónlist

Svona var páskaball Bigga Sævars og hljómsveitar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Biggi Sævars og ballhljómsveitin hans hentu í páskaball í gærkvöldi á sjálfan páskadaginn. Vegna samkomubannsins voru auðvitað engir áhorfendur í salnum en ballið var sent út í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Biggi er þekktastur fyrir að hafa skemmt fólki sem einn vinsælasti trúbador og skemmtikraftur landsins. Með honum í gærkvöldi voru sannkallaðar sleggjur úr tónlistarbransanum. Magnús Hafdal sá um gítar og bakraddir, Hanni Bach sá um að trommurnar, Baldur Kristjánsson var á bassa og svo var það Gunnar Hilmarsson sem lék á gítar. Útsendingin var send úr samkomusal Vídalínskirkju af Hafdal framleiðslu.

Í spilaranum hér að ofan má sjá upptöku af tónleikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×