Sport

UFC hættir við bardagann á einkaeyjunni eftir beiðni frá ESPN og Disney

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dana White er forseti UFC. Hann hefur nú þurft að aflýsa bardaga næstu helgar.
Dana White er forseti UFC. Hann hefur nú þurft að aflýsa bardaga næstu helgar. vísir/getty

Þrátt fyrir yfirlýsingar síðustu daga og vikur þá verður ekkert úr baradagakvöldi UFC sem átti að fara fram 18. apríl. Forseti UFC greindi frá þessu en hann hugðist láta bardagafólkið berjast á einkaeyju Indjána.

UFC 249 hafði verið frestað vegna kórónuveirunnar en forsetinn fann leiðir framhjá því. Hann fann stað í Tachi Palace Resort Casino í Kaliforníu. Meðal þeirra sem áttu að berjast voru Tony Ferguson og Justin Gaethje en upprunalega áttu Khabib Nurmagomedov og Tony að berjast.

Nú er hins vegar komið í ljós að bardaginn fer ekki fram. White greindi frá þessu seint í gærkvöldi en ástæðan ku vera beiðni frá styrktaraðilum UFC.

„Ég var tilbúinn í þetta á laugardaginn en Disney og ESPN báðu mig að hætta við. Ég elska og virði samninga við þá sem standa með mér í þessu svo ég ákvað að fresta þessum viðburði,“ sagði White.

Sýna átti frá bardögunum á ESPN en í viðtalinu segir Dana frá því að hann hafi fengið hringingar frá æðstu mönnum innan bæði ESPN og Disney þar sem hann var beðinn um að hætta við viðburðinn. UFC færði sig yfir til ESPN í fyrra.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.