UFC hættir við bardagann á einkaeyjunni eftir beiðni frá ESPN og Disney Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 11:43 Dana White er forseti UFC. Hann hefur nú þurft að aflýsa bardaga næstu helgar. vísir/getty Þrátt fyrir yfirlýsingar síðustu daga og vikur þá verður ekkert úr baradagakvöldi UFC sem átti að fara fram 18. apríl. Forseti UFC greindi frá þessu en hann hugðist láta bardagafólkið berjast á einkaeyju Indjána. UFC 249 hafði verið frestað vegna kórónuveirunnar en forsetinn fann leiðir framhjá því. Hann fann stað í Tachi Palace Resort Casino í Kaliforníu. Meðal þeirra sem áttu að berjast voru Tony Ferguson og Justin Gaethje en upprunalega áttu Khabib Nurmagomedov og Tony að berjast. Nú er hins vegar komið í ljós að bardaginn fer ekki fram. White greindi frá þessu seint í gærkvöldi en ástæðan ku vera beiðni frá styrktaraðilum UFC. UFC 249 a No-Go, ESPN & Disney Make Dana White Stand Down https://t.co/wItG2hmh8f pic.twitter.com/KldOZW7QJm— BoxingScene.com (@boxingscene) April 9, 2020 „Ég var tilbúinn í þetta á laugardaginn en Disney og ESPN báðu mig að hætta við. Ég elska og virði samninga við þá sem standa með mér í þessu svo ég ákvað að fresta þessum viðburði,“ sagði White. Sýna átti frá bardögunum á ESPN en í viðtalinu segir Dana frá því að hann hafi fengið hringingar frá æðstu mönnum innan bæði ESPN og Disney þar sem hann var beðinn um að hætta við viðburðinn. UFC færði sig yfir til ESPN í fyrra. BREAKING: UFC 249 has been canceled. All UFC events postponed indefinitely, due to COVID-19. Dana White says he was ready to promote the event but things were taken out of his control. Much, much more on this to come.— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 9, 2020 MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Þrátt fyrir yfirlýsingar síðustu daga og vikur þá verður ekkert úr baradagakvöldi UFC sem átti að fara fram 18. apríl. Forseti UFC greindi frá þessu en hann hugðist láta bardagafólkið berjast á einkaeyju Indjána. UFC 249 hafði verið frestað vegna kórónuveirunnar en forsetinn fann leiðir framhjá því. Hann fann stað í Tachi Palace Resort Casino í Kaliforníu. Meðal þeirra sem áttu að berjast voru Tony Ferguson og Justin Gaethje en upprunalega áttu Khabib Nurmagomedov og Tony að berjast. Nú er hins vegar komið í ljós að bardaginn fer ekki fram. White greindi frá þessu seint í gærkvöldi en ástæðan ku vera beiðni frá styrktaraðilum UFC. UFC 249 a No-Go, ESPN & Disney Make Dana White Stand Down https://t.co/wItG2hmh8f pic.twitter.com/KldOZW7QJm— BoxingScene.com (@boxingscene) April 9, 2020 „Ég var tilbúinn í þetta á laugardaginn en Disney og ESPN báðu mig að hætta við. Ég elska og virði samninga við þá sem standa með mér í þessu svo ég ákvað að fresta þessum viðburði,“ sagði White. Sýna átti frá bardögunum á ESPN en í viðtalinu segir Dana frá því að hann hafi fengið hringingar frá æðstu mönnum innan bæði ESPN og Disney þar sem hann var beðinn um að hætta við viðburðinn. UFC færði sig yfir til ESPN í fyrra. BREAKING: UFC 249 has been canceled. All UFC events postponed indefinitely, due to COVID-19. Dana White says he was ready to promote the event but things were taken out of his control. Much, much more on this to come.— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 9, 2020
MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn