Innlent

Minni um­ferð úr höfuð­borginni nú en síðust ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Helmingi minni umferð var um Hellisheiði í gær en á skírdag í fyrra.
Helmingi minni umferð var um Hellisheiði í gær en á skírdag í fyrra.

Töluvert minni umferð er út úr höfuðborginni en hefur verið undanfarin ár um páskana að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þó var umferð út úr borginni töluvert meiri í gær en hefur verið undanfarna daga. Almannavarnir hafa biðlað til fólks að halda sig heimavið um páskana og ferðast ekki á milli landshluta.

Helmingi færri bílar fóru um Hellisheiði og Kjalarnes í gær en óku þar um á skírdag í fyrra. Í gær fóru 6.760 bílar um Hellisheiði, bæði í austur- og vesturátt en á sama tíma í fyrra voru þeir 10.463. Í gær óku 5.343 bílar um Kjalarnes en í fyrra voru þeir 12.364.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með meiri viðbúnað á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi síðustu daga en Hörður Lilliendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að töluvert meiri umferð hafi verið í gær en síðust daga. Lögreglumenn á bifhjólum séu staðsettir víða til að fá fólk til að hægja á sér og aka á réttum hraða.

Þá sér umferðarlögreglan einnig um að stýra umferð í bílakjallaranum í Hörpu þar sem verið er að taka sýni vegna COVID-19. Lögreglan sjái svo um að koma sýnunum í greiningu þegar þess þarf.


Tengdar fréttir

Bílaleigur nýskráðu 57% minna af bílum í mars

Bílaleigur nýskráðu í mars síðastliðnum 211 fólks- og sendibíla en í mars á síðasta ári nýskráðu bílaleigur 486 fólks- og sendibíla. Samdrátturinn nemur því 57%.

Fullt af fólki í sumarbústöðum í Bláskógabyggð

Mikið af fólki er nú í sumarbústöðum í Bláskógabyggð samkvæmt upplýsingum frá Helga Kjartanssyni, oddviti sveitarfélagsins, þrátt fyrir tilmælu um að fólk haldi sig heima um páskana vegna kórónaveirunnar.

Stjörnufans og Þríeykið syngja saman

Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×