Lítill hluti af þjóðinni hefur tekið smit, meirihlutinn enn móttækilegur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 18:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25
Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11
Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21