Enski boltinn

Lingard orðaður við Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Jesse Lingard hefur ekki náð sér á strik á leiktíðinni.
Jesse Lingard hefur ekki náð sér á strik á leiktíðinni. VÍSIR/GETTY

Hinn 27 ára gamli Jesse Lingard hefur átt slæmt tímabil með Manchester United og hvorki skorað mark né átt stoðsendingu í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gæti verið á förum til Arsenal.

Samningur Lingards við United gildir til sumarsins 2021 og hann hefur áður verið sagður líklegur til að yfirgefa United í sumar. Wolves, Sheffield United og Watford hafa verið sögð hafa áhuga en nú mun Arsenal hafa leikmanninn í sigtinu, samkvæmt The Athletic.

Eftir því sem fram kemur í grein The Athletic verður áhugi Arsenal enn meiri ef að félagið heldur ekki Dani Ceballos, en hann er að láni hjá félaginu frá Real Madrid og rennur lánssamningurinn út í sumar. Manchester United mun ekki vera mótfallið því að selja Lingard til Arsenal.

Lingard, sem leikið hefur 24 A-landsleiki fyrir England, er uppalinn hjá Manchester United og hefur leikið 131 deildarleik með liðinu, skorað í þeim 17 mörk og átt 10 stoðsendingar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.