Enski boltinn

Verður Donovan sá fyrsti sem Pardew fær til Newcastle?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Enskir fjölmiðlar segja að eigandi Newcastle, Mike Ashley, muni láta knattspyrnustjórann Alan Pardew fá tíu milljónir punda til að styrkja liðið í félagaskipatglugganum í janúar.

Þegar Chris Hughton var með liðið hafði hann fengið þau skilaboð að hann fengi ekki neinn pening til leikmannakaupa.

Sú saga gengur fjöllum hærra að Pardew hafi mikinn áhuga á að fá bandaríska vængmanninn Landon Donovan. Donovan lék verulega vel á síðasta tímabili þegar hann var hjá Everton á lánssamningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×