Lífið samstarf

Bröns af fínni gerðinni í Vesturbænum

Landnámsegg
Á myndinni eru Valgeir Magnússon og Kristinn Árnason hjá Landnámseggjum með Pétri Alan Guðmunssyni hjá Melabúðinni.
Á myndinni eru Valgeir Magnússon og Kristinn Árnason hjá Landnámseggjum með Pétri Alan Guðmunssyni hjá Melabúðinni.

„Við fundum fyrir miklum þrýstingi frá íbúum í hverfinu um að koma eggjunum í Melabúðina. Við urðum því að gera eitthvað í málinu. Ég von á að brönsarnir í Vesturbænum verði af fínni gerðinni um helgina,“ segir Valgeir Magnússon, einn eigandi Landnámseggja í Hrísey en eggin má nú loks sjá í hillum Melabúðarinnar. „Við áttum erfitt með að anna eftirspurninni en nú hefur framleiðslan aukist aðeins og þá var Pétur í Melabúðinni fyrstur á lista hjá okkur. Hann tók líka svona glimrandi vel í að bjóða sínum viðskiptavinum upp á Landnámsegg,“ bætir Valgeir við.

Tvöfalda framleiðslugetuna

Landnámsegg ehf vinna nú að því að tvöfalda hjá sér framleiðslugetuna fyrir árið 2021.

„Nú þegar við höfum séð hversu góðar viðtökur eggin fá höfum við ákveðið að tvöfalda framleiðslugetuna hjá okkur fyrir árið 2021. Það verður því mikið fjör hjá okkur síðsumars þegar mikill fjöldi unga verður alinn upp og bætist við hóp hænanna sem fyrir er í búinu,“ segir Valgeir um framtíðina hjá Landnámseggjum. Hann segir mikilvægt að hænunum líði vel, það skili sér í varpkassann.

Eggjunum fjölgar eftir nammidag

„Við erum að búa til stórt útileiksvæði fyrir hænurnar svo þær fái meiri hreyfingu og geti notið sólarinnar með gott rými. Við höfum nefnilega komist að því, gegnum ýmis uppátæki sem við höfum prófað, að það er beint samhengi á milli hamingju hænanna og varpsins. Daginn eftir nammidag, sem er þrisvar í viku, er varpið til dæmis alltaf best,” segir Valgeir.

Lansnámseggin koma frá hamingjusömum landnámshænum í Hrísey sem fá að vappa úti og inni að vild. Eggin eru misjöfn að lit og stærð eins og hænurnar sjálfar. Nánari upplýsingar um Landnámseggin er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, á facebook og á instagram






Fleiri fréttir

Sjá meira


×