Enski boltinn

Tevez: Hundleiðinlegt að búa í Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez líður ekki vel í Manchester.
Tevez líður ekki vel í Manchester.
Carlos Tevez ætlar aldrei aftur að koma til Manchester þegar hann verður laus frá Man. City. Hann segir að það sé nákvæmlega ekki neitt að gera í borginni sem sé leiðinleg.

Tevez vill komast frá City í sumar en ekki er víst að honum takist það. Framherjinn segir að sér hafi aldrei liðið vel í borginni.

"Það er ekkert að gera þarna. Ég tala líka enn lélega ensku. Þegar ég er laus mun ég aldrei fara þangað aftur. Ekki einu sinni í frí," sagði Tevez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×