Sumarlegar frumsýningar Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. ágúst 2013 08:00 Stilla úr kvikmyndinni The Way, Way Back Paradise: Love (Paradies: Liebe) verður frumsýnd á morgun í Bíó Paradís. Hún er fyrsta myndin í Paradísar-trílógíu leikstjórans Ulrichs Seidl sem segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni er ýmsum áleitnum spurningum varpað fram og ólíkir menningarheimar mátaðir saman.The Way, Way Back verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói og hófust sýningar á þriðjudaginn. Myndin fjallar um Duncan, feiminn en kláran fjórtán ára strák sem fer í sumarfrí með móður sinni, Pam. Með í för er nýi kærastinn hennar, Trent, leikinn af Steve Carrell, og dóttir hans, Steph. Duncan kemur ekki vel saman við Trent, er mjög feiminn við dóttur hans, og til að bæta gráu ofan á svart er hann hægt og hægt að fjarlægjast móður sína. Í sumarfríinu kynnist hann starfsmanni vatnsskemmtigarðs, Owen, sem nálgast lífið á óhefðbundinn hátt.We are the Millers er sýnd í Sambíóunum og var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um marijúanasala sem fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera fjölskylda hans og fær það til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. We're the Millers er eftir handritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu meðal annars The Wedding Crashers. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Paradise: Love (Paradies: Liebe) verður frumsýnd á morgun í Bíó Paradís. Hún er fyrsta myndin í Paradísar-trílógíu leikstjórans Ulrichs Seidl sem segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni er ýmsum áleitnum spurningum varpað fram og ólíkir menningarheimar mátaðir saman.The Way, Way Back verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói og hófust sýningar á þriðjudaginn. Myndin fjallar um Duncan, feiminn en kláran fjórtán ára strák sem fer í sumarfrí með móður sinni, Pam. Með í för er nýi kærastinn hennar, Trent, leikinn af Steve Carrell, og dóttir hans, Steph. Duncan kemur ekki vel saman við Trent, er mjög feiminn við dóttur hans, og til að bæta gráu ofan á svart er hann hægt og hægt að fjarlægjast móður sína. Í sumarfríinu kynnist hann starfsmanni vatnsskemmtigarðs, Owen, sem nálgast lífið á óhefðbundinn hátt.We are the Millers er sýnd í Sambíóunum og var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um marijúanasala sem fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera fjölskylda hans og fær það til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. We're the Millers er eftir handritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu meðal annars The Wedding Crashers.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira