Verða að tryggja stöðugleika 13. október 2005 19:18 Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira