Verða að tryggja stöðugleika 13. október 2005 19:18 Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira