„Hefði niðurstaðan verið sú sama ef barnið hefði verið ófatlað?“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2020 15:00 Freyja Haraldsdóttir. Aðsend/Hallgrímur Guðmundsson Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er mjög gagnrýnin á nýfallin dóm héraðsdóms yfir þroskaþjálfa sem beitti fatlaðan dreng ofbeldi. Hún er hrædd um að niðurstaðan hefði verið önnur ef drengurinn væri ekki fatlaður. Í byrjun apríl sakfelldi héraðsdómur Reykjaness konu fyrir ofbeldi gegn fimm ára gömlum dreng sem er fatlaður og þroskaskertur. Konan er þroskaþjálfi og hafði sinnt drengnum á leikskóla í Kopavogi í á þriðja ár. Þroskaþjálfinn var ákærð fyrir líkamsáras í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa í starfi sínu veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Fram kemur í dómnum að konan hafi þjáðst af áfallastreitu- og kvíðaröskun og eigi sér sögu um endurtekið þunglyndi. Hún hafi í raun verið óvinnufær þegar atvik málsins gerðust og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að konan hefði gerst sek um umrædd brot en einnig að refsing fyrir þau yrði til þess fallin að eyðileggja heilsu hennar til framtíðar. Henni var því ekki gert refsing vegna brotanna. Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, hefur kynnt sé dóminn. Hún segir hann lýsa almennum viðhorfum til fatlaðra barna. Hegðun drengsins og hans leiðir til að tjá sig séu notaðar til að útskýra ofbeldið. „Það er náttúrulega í hrópandi ósamræmi við það hvernig við almennt sjáum ofbeldisverk gegn börnum þar sem við að engin hegðun barna geti réttlætt það að einhver beiti þau ofbeldi, þannig það er ofsalega sorglegt að sjá hvernig dómari leyfir sér að útskýra þetta mál,“ segir Freyja. „Það er líka umhugsanarvert að þrátt fyrir að gerandi sé dæmdur sakhæfur þá er þarf hún samt ekki að taka út refsingu og maður situr eftir hugsi. Hefði niðurstaðan verið sú sama ef barnið hefði verið ófatlað? Eða ef gerandinn hefði ekki verið kona? Af því ég veit ekki til þess að kulnun, áfallastreituröskun eða almenn vanlíðan hafi verið notað áður sem afsökun áður í dómsmáli þegar gerandi er metinn sakhæfur,“ segir Freyja. Í dómnum sé margoft vísað til hegðunar drengsins. Til að mynda að hann hafi slegið frá sér fyrst. Dómur yfir þroskaþjálfanum féll í Héraðsdómi Reykjaness í apríl.Vísir/Vilhelm Móðir drengsins lýsti því í viðtali á vísi hvernig henni var stillt upp fyrir framan þroskaþjálfann er henni var sagt frá ofbeldinu. „Hún (þroskaþjálfinn) segir við mig að hún hafi lamið hann. Og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við og ég spyr hana af hverju. „Af því að ég var að reyna að gefa honum að borða“. Og ég vissi ekki hvernig ég ætti alveg að vera af því að þær stóðu þarna og mér er stillt þarna fyrir framan hana. Og ég bregst voða skringilega við. Ég einhvern veginn fer að hugga hana og „aumingja hún“, þetta er mjög skrýtið að lenda í þessum aðstæðum,“ sagði Elín Ingibjörg Kristófersdóttir, í viðtalinu. Freyja er orðlaus yfir þessum vinnubrögðum. „Ég hef unnið mikið á leikskólum og er þroskaþjálfi og ég sé þetta ekki fyrir mér gerast. Þú setur ekki þolanda, eða móður þolanda, í sama herbergi og gerandinn sem er í uppnámi og tjáir henni að barnið hennar hafi orðið fyrir ofbeldi.“ „Ég er líka orðlaus yfir því að leikskólinn sé ekki látinn taka ábyrgð í þessu. Ef maður les dóminn sé maður dómgreindarleysi eftir dómgreindarleysi eftir dómgreindarleysi, bæði hjá þroskaþjálfanum sem mætir í vinnu og er greinilega ekki í ástandi til að vinna en á sama tíma líka hjá leikskólanum. Leikskólsatjóri og yfirmenn eiga að bera ábyrgð á því að starfsfólkið sé í stakk búið til að sinna starfinu sínu. Konan er ákærð fyrir að beita ofbeldi yfir langt tímabil og mér ótrúlega sérstakt að dómurinn minnist ekki orði á þetta,“ segir Freyja. Dómsmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er mjög gagnrýnin á nýfallin dóm héraðsdóms yfir þroskaþjálfa sem beitti fatlaðan dreng ofbeldi. Hún er hrædd um að niðurstaðan hefði verið önnur ef drengurinn væri ekki fatlaður. Í byrjun apríl sakfelldi héraðsdómur Reykjaness konu fyrir ofbeldi gegn fimm ára gömlum dreng sem er fatlaður og þroskaskertur. Konan er þroskaþjálfi og hafði sinnt drengnum á leikskóla í Kopavogi í á þriðja ár. Þroskaþjálfinn var ákærð fyrir líkamsáras í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa í starfi sínu veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Fram kemur í dómnum að konan hafi þjáðst af áfallastreitu- og kvíðaröskun og eigi sér sögu um endurtekið þunglyndi. Hún hafi í raun verið óvinnufær þegar atvik málsins gerðust og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að konan hefði gerst sek um umrædd brot en einnig að refsing fyrir þau yrði til þess fallin að eyðileggja heilsu hennar til framtíðar. Henni var því ekki gert refsing vegna brotanna. Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, hefur kynnt sé dóminn. Hún segir hann lýsa almennum viðhorfum til fatlaðra barna. Hegðun drengsins og hans leiðir til að tjá sig séu notaðar til að útskýra ofbeldið. „Það er náttúrulega í hrópandi ósamræmi við það hvernig við almennt sjáum ofbeldisverk gegn börnum þar sem við að engin hegðun barna geti réttlætt það að einhver beiti þau ofbeldi, þannig það er ofsalega sorglegt að sjá hvernig dómari leyfir sér að útskýra þetta mál,“ segir Freyja. „Það er líka umhugsanarvert að þrátt fyrir að gerandi sé dæmdur sakhæfur þá er þarf hún samt ekki að taka út refsingu og maður situr eftir hugsi. Hefði niðurstaðan verið sú sama ef barnið hefði verið ófatlað? Eða ef gerandinn hefði ekki verið kona? Af því ég veit ekki til þess að kulnun, áfallastreituröskun eða almenn vanlíðan hafi verið notað áður sem afsökun áður í dómsmáli þegar gerandi er metinn sakhæfur,“ segir Freyja. Í dómnum sé margoft vísað til hegðunar drengsins. Til að mynda að hann hafi slegið frá sér fyrst. Dómur yfir þroskaþjálfanum féll í Héraðsdómi Reykjaness í apríl.Vísir/Vilhelm Móðir drengsins lýsti því í viðtali á vísi hvernig henni var stillt upp fyrir framan þroskaþjálfann er henni var sagt frá ofbeldinu. „Hún (þroskaþjálfinn) segir við mig að hún hafi lamið hann. Og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við og ég spyr hana af hverju. „Af því að ég var að reyna að gefa honum að borða“. Og ég vissi ekki hvernig ég ætti alveg að vera af því að þær stóðu þarna og mér er stillt þarna fyrir framan hana. Og ég bregst voða skringilega við. Ég einhvern veginn fer að hugga hana og „aumingja hún“, þetta er mjög skrýtið að lenda í þessum aðstæðum,“ sagði Elín Ingibjörg Kristófersdóttir, í viðtalinu. Freyja er orðlaus yfir þessum vinnubrögðum. „Ég hef unnið mikið á leikskólum og er þroskaþjálfi og ég sé þetta ekki fyrir mér gerast. Þú setur ekki þolanda, eða móður þolanda, í sama herbergi og gerandinn sem er í uppnámi og tjáir henni að barnið hennar hafi orðið fyrir ofbeldi.“ „Ég er líka orðlaus yfir því að leikskólinn sé ekki látinn taka ábyrgð í þessu. Ef maður les dóminn sé maður dómgreindarleysi eftir dómgreindarleysi eftir dómgreindarleysi, bæði hjá þroskaþjálfanum sem mætir í vinnu og er greinilega ekki í ástandi til að vinna en á sama tíma líka hjá leikskólanum. Leikskólsatjóri og yfirmenn eiga að bera ábyrgð á því að starfsfólkið sé í stakk búið til að sinna starfinu sínu. Konan er ákærð fyrir að beita ofbeldi yfir langt tímabil og mér ótrúlega sérstakt að dómurinn minnist ekki orði á þetta,“ segir Freyja.
Dómsmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira