Fótbolti

Beckham ákveður sig um jólin

David Beckham liggur undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína. Samningur hans við LA Galaxy er að renna út í nóvember og enginn skortur er á tilboðum.

Hann er einna helst orðaður við franska félagið PSG þessa dagana. Hann er vissulega með tilboð einnig frá Englandi en ekki frá Man. Utd en Beckham hefur margoft sagt að ekki komi til greina að leika með öðru liði í heimalandinu.

Forráðamenn PSG leggja afar hart að Beckham að semja og fulltrúar félagsins fóru til Kaliforníu í síðustu viku og rææddu við Beckham. Þeir eru sagðir hafa boðið Beckham 18 mánaða samning.

PSG á nóg af peningum eftir að olíufurstar frá Katar keyptu félagið og Beckham þekkir þjálfara félagsins, Brasilíumanninn Leonardo, vel eftir tíma sinn með AC Milan.

Beckham liggur þó ekkert á að taka ákvörðun og herma heimildir að hann muni ekki taka neina ákvörðun fyrr en í kringum jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×