Lífið

Komdu skipulagi á snúrurnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Um að gera að nýta gamlar þvottaklemmur í þetta verkefni.
Um að gera að nýta gamlar þvottaklemmur í þetta verkefni.
Það er fátt leiðinlegra en að vera með snúrur út um allt í flækju. Hér er einföld leið til að koma skipulagi á heyrnartólasnúrurnar. Ekki skemmir fyrir að auðvelt er að framkvæma verkefnið með hlutum sem finnast heima fyrir.

1. Athugið hvort endi heyrnartólasnúrunnar passi í gatið á hefðbundinni þvottaklemmu.

2. Finnið tvær þvottaklemmur sem eru ekki í notkun.

3. Skreytið þvottaklemmurnar, annaðhvort með límbandi eða litum.

4. Límið þvottaklemmurnar saman, og látið götin á þeim snúa hvort frá öðru. Með götum er átt við þau sem eru á þeim enda sem klemman er.

5. Leyfið líminu að þorna alveg – jafnvel yfir nótt.

6. Vefjið snúrunni um þvottaklemmurnar. Leikur einn!

Lumar þú á einföldu og skemmtilegu verkefni sem hægt er að framkvæma sjálfur? Sendu það endilega á okkur á netfangið liljakatrin@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.