Enski boltinn

Dramatískur sigur Kára og félaga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason í leik með Rotherham.
Kári Árnason í leik með Rotherham. Vísir/Getty
Rotherham skoraði tvívegis á lokamínútunum og tryggði sér 4-3 sigur á Gillingham í ensku C-deildinni í dag.

Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Rotherham en hetja liðsins var Tom Hitchcock sem skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 60. mínútu.

Hann jafnaði metin í 2-2 á 69. mínútu en Gillingham komst aftur yfir á 84. mínútu. Þá tók Hitchcock til sinna mála og tryggði Rotherham sigurinn með tveimur mörkum, það síðara í uppbótartíma.

Rotherham er í þriðja sæti deildarinnar með 78 stig og á fer að öllum líkindum í umspilið um sæti í B-deildinni í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×