Robin van Persie hefur dvalist í Hollandi að undanförnu þar sem hann hefur fengið aðhlynningu vegna meiðsla sinna.
Van Persie varð fyrir hnémeiðslum í leik Manchester United gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði en Van Persie skoraði þrennu í leiknum.
„Við fáum nýjar fréttir af Robin daglega og hann er á batavegi,“ sagði David Moyes, stjóri United, við enska fjölmiðla.
„Hann hefur verið duglegur í endurhæfingunni og tíminn hefur nýst honum vel. Við vitum ekki betur en svo að hann komi aftur þegar 4-6 vikur verða liðnar frá meiðslunum.“
Það er þó ljóst að Van Persie verður ekki með United þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í næstu viku.
