Innlent

Kaffi Gæs lifi lengur en sumarið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kaffi Gæs-hópurinn hefur slegið í gegn í sumar.
Kaffi Gæs-hópurinn hefur slegið í gegn í sumar.
Staðgengill Jóns Gnarrs borgarstjóra lagði til í borgarráði í gær að mannréttindaskrifstofa og skrifstofa borgarstjóra og borgarritara verði látin kanna möguleika á því að halda verkefninu Kaffi Gæs áfram að sumri loknu.



„Ennfremur verði skoðað hvernig megi nýta þá reynslu sem hlotist hefur af verkefninu til endurskoðunar á utanumhaldi atvinnumála fatlaðra á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir í tillögunni sem samþykkt var í borgarráði.

Gæs er veitingastaður sem fatlað fólk og ófatlað rekur saman í Tjarnarbíói.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×