Innlent

Laxinn fitnar í styttri þvotti

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Ný þvottavél kætir og fitar laxinn.
Ný þvottavél kætir og fitar laxinn.
Það kann að hljóma undarlega en ný þvottavél sem Fjarðarlax hefur keypt hefur veruleg áhrif á holdafar laxins sem fyrirtækið er með í kvíum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Ástæðan er sú að gamla þvottavélin, sem þvoði kvíarnar, þurfti um vikutíma til að hreinsa þær. Hávaðinn pirrar laxinn svo hann át mun minna meðan á látunum stóð. Nýja þvottavélin klárar verkið hins vegar á hálfum degi.

Það fer því minni tími í pirring en meiri tími í að éta hjá þeim hreistruðu svo þeim vex frekar fiskur um hrygg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×