Innlent

Nýtt námsefni um kynsjúkdóma

Jóhannes Stefánsson skrifar
Lára G. Sigurðardóttir læknir er ein af þeim sem taka þátt í verkefninu.
Lára G. Sigurðardóttir læknir er ein af þeim sem taka þátt í verkefninu. Anton
Til stendur að þýða og staðla nýtt námsefni um kynsjúkdóma fyrir nemendur í níunda bekk.

Krabbameinsfélagið, í samstarfi við Landlæknisembættið og Félag kvensjúkdómalækna, fékk nýlega styrk úr Lýðheilsusjóði til að þýða og staðla námsefnið sem er að kanadískri fyrirmynd.

„Rannsóknir sýna að það má hefta útbreiðslu kynsjúkdóma með fræðslu,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir.

Hvergi í Evrópu greinast hlutfallslega fleiri með klamydíu en hér á landi. „Meginmarkmiðið með þessu námsefni er að nemendur læri um kynsjúkdóma, hvað þeir eru og hvernig þeir smitast,“ segir Lára.

„Þá er líka ætlast til þess að nemendur geri sér grein fyrir því að kynsjúkdómar eru oft einkennalausir og viti hvernig á að koma í veg fyrir smit,“ bætir hún við.

Ráðgert er að prófa úr námsefninu. „Einnig verður fjallað um hvað er heilbrigt kynlíf,“ segir Lára að lokum.

Námsefnið byggir á kanadískri fyrirmynd og hluti þess er frá Alberta-heilsustofnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×