Innlent

Litlir kaupmenn með stórt hjarta

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Hér eru þær Geira Sól Magdal Kristinsdóttir, Deimante Navickaite, Inga Ósk Magdal Kristinsdóttir, Rebekka Tamar Hannesdóttir og Ebba Kristín Yngvadóttir.
Hér eru þær Geira Sól Magdal Kristinsdóttir, Deimante Navickaite, Inga Ósk Magdal Kristinsdóttir, Rebekka Tamar Hannesdóttir og Ebba Kristín Yngvadóttir. Fréttablaðið/Pjetur
Ungar stúlkur í Grafarvogi sitja ekki auðum höndum meðan heimsbyggðin þarfnast hjálpar. Þær settu upp tombólu fyrir utan Nettó í Hverafold og þar gátu vegfarendur gert kostakaup, svalað þorsta sínum með límonaði og styrkt gott málefni í leiðinni.

„Þetta gekk rosalega vel,“ segir Geira Sól Magdal Kristinsdóttir. „Við vorum með nítján hluti og það eru bara fjórir eftir.“

Afraksturinn er 3.067 krónur sem fara til Rauða krossins. Spurð hvers vegna þær ákváðu að gefa afraksturinn þangað segir hún að þær vilji leggja sitt litla en mikilvæga lóð á vogarskálarnar. Hún er ekki viss um hverju þær taka upp á næst en eflaust er ekki langt í að þær vinkonur vinni fleiri góðverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×