Innlent

Símon Símonarson látinn

Símon Símonarsson briddsspilari.
Símon Símonarsson briddsspilari.
Símon Símonarson, hinn ástsæli briddsspilari, féll frá í gær, 79 ára að aldri. Hann lést á hjartadeild Landspítalans. 

Símon hóf að keppa í bridds þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Hann varð tólf sinnum Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds og sex sinnum Íslandsmeistari í tvímenningi. Síðasta Íslandsmeistaratitlinum landaði hann fyrir 5 árum, 2008, þá 75 ára. Símon keppti oft erlendis, bæði á Evrópu- og Ólympíumótum, fyrir Íslands hönd.

Símon skilur eftir sig eiginkonu sína til 40 ára, Kristínu Magnúsdóttur og uppkomin börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×