Enski boltinn

Mancini vill Dzeko í staðinn fyrir Tevez

Elvar Geir Magnússon skrifar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill fá Edin Dzeko til að fylla skarðið sem Carlos Tevez mun skilja eftir sig. Þetta kemur fram í The Sun.

Dzeko er 24 ára sóknarmaður frá Bosníu en hann leikur með Wolfsburg í Þýskalandi. Hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir það að verkum að hægt er að kaupa upp samning hans fyrir 33,5 milljónir punda.

Mancini hyggst refsa Tevez fyrir atburði síðustu daga með því að láta hann æfa með varaliðinu auk þess sem sá argentínski mun missa fyrirliðabandið. Bandið mun þá fara til Nigel De Jong eða Kolo Toure.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×