Enski boltinn

Tevez mættur á æfingu hjá City

Elvar Geir Magnússon skrifar

Argentínumaðurinn Carlos Tevez mætti á æfingu hjá Manchester City nú í hádeginu. Frá þessu er greint á vefsíðu BBC. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, er þó ekki á æfingunni.

Mancini er mættur til Ítalíu að undirbúa leik City gegn Juventus í Evrópudeildinni á fimmtudag. Samkvæmt heimildum BBC hyggst hann funda með Tevez um framtíð leikmannsins á föstudag.

Tevez er ákveðinn í að yfirgefa herbúðir City í janúar en félagið er ekki tilbúið að hleypa honum burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×