Viðar Örn: "Skemmtilegast að skora í svona leikjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 08:00 Viðar Örn í leik með Rubin Kazan, þar sem hann var á láni frá Rostov. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Sjá meira
Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15
Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22