Viðar Örn: "Skemmtilegast að skora í svona leikjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 08:00 Viðar Örn í leik með Rubin Kazan, þar sem hann var á láni frá Rostov. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15
Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22