Enski boltinn

Mourinho hrifinn af Chicharito

Elvar Geir Magnússon skrifar

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er mikill aðdáandi sóknarmannsins Javier Hernandez. Hann hefur heillast af þessum leikmanni frá Mexíkó þær mínútur sem hann hefur spilað fyrir Manchester United.

Mourinho vill gjarnan fá leikmanninn í sínar raðir en það er þó ljóst að það verður erfitt fyrir hann að sannfæra Sir Alex Ferguson um að láta hann af hendi.

Þessi 22 ára leikmaður er strax kominn í uppáhald meðal stuðningsmanna United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×