Enski boltinn

Wenger ánægður með Szczesny

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þrátt fyrir að Manchester United haldi áfram að hafa tak á Arsenal gat þó Arsene Wenger, stjóri Arsenal, glaðst yfir einhverju í gær. Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny stóð sig vel í sínum fyrsta deildarleik.

Það má segja að Szczesny hafi verið kastað í djúpu laugina en þessi tvítugi leikmaður hafði aðeins leikið tvo deildabikarleiki fyrir Arsenal þegar kom að þessum toppslag ensku úrvalsdeilarinnar.

„Markvörðurinn gerði vel. Hann var stressaður þegar hann fékk boltann í lappirnar en að öðru leyti er ekkert hægt að kvarta yfir honum," sagði Wenger en Szczesny varði til að mynda frábærlega frá Anderson í leiknum.

„Þetta var vissulega stórleikur en í þessu starfi geturðu ekki hugsað til þess, þú verður að huga að gæði leikmanna. Allir bestu markverðir heims byrjuðu að spila í kringum tvítugt. Edwin van der Sar var farinn að leika stóra leiki 18 ára."

Wenger gaf sér líka tíma til að hrósa Ji-Sung Park, leikmanni Manchester United. Park skoraði eina mark leiksins og segir Wenger að hann minni sig mikið Freddie Ljungberg þegar hann var upp á sitt besta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×