Enski boltinn

Martin Jol líklegastur til að taka við Blackburn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin Jol er líklegastur til að taka við Blackburn.
Martin Jol er líklegastur til að taka við Blackburn.

Samkvæmt veðbönkum á Englandi er Hollendingurinn Martin Jol líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Blackburn. Stóri Sam Allardyce var rekinn í gær og leitar Blackburn nú að nýjum stjóra.

Jol er 54 ára og stýrði Tottenham á sínum tíma en hann hætti á dögunum sem þjálfari Ajax. Alan Shearer er annar á lista veðbanka en sem leikmaður vann hann enska meistaratitilinn í búningi Blackburn. Þá hefur U21-landsliðsþjálfari Englands, Stuart Pearce, einnig verið nefndur.

Sú ákvörðun stjórnar Blackburn að reka Stóra Sam hefur fallið í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. „Þetta er áfall fyrir leikmenn. Ef við hefðum unnið Bolton um helgina værum við í fínum málum í sjöunda sæti. Ég er enn að ná mér eftir þessi tíðindi," sagði fyrirliðinn Ryan Nelsen.

Þá var Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, reiður þegar hann frétti af brottrekstrinum og sagði þetta eina fáránlegustu ákvörðun sem hann hefði heyrt af.

Steve Kean, yfirþjálfari liðsins, stýrir æfingum Blackburn á meðan leitað er að nýjum stjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×