Innlent

Undirbúningur Vaðlaheiðarganga hefur stöðvast vegna fjárskorts

Undirbúningur Vaðlaheiðarganga hefur stöðvast vegna fjárskorts

Mikill stuðningur er við gerð Vaðlaheiðarganga. Samkvæmt nýrri könnun Capacent telja 92% svarenda í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu mikilvægt að göngin verði grafin. En nú er kominupp pattstaða. Á kynningarfundi Greiðrar leiðar, félags sem varið hefur 65 milljónum króna til undirbúnings ganganna, kom fram að þær 300 milljónir sem ríkið hefur samþykkt að fari í undirbúning dugi alls ekki til. Verkefnið er því stopp í augnablikinu en ráð hafði verið fyrir því gert að framkvæmdir hæfust í vor og göngin yrðu fullkláruð árið 2010.

Ekki þarf mikinn fjárstuðning frá ríkinu til að hægt sé að halda settu striki. Grafa göngin í einkaframkvæmd, innheimta vegtoll í 25 ár og skila svo ríkinu mannvirkinu að sögn stjórnarmanna Greiðrar leiðar. Þeir vísa til þess stuðnings sem Hvalfjarðargöngin fengu. Stjórn félagsins lýsir miklum vonbrigðum með ríkisvaldið í málinu og talar um yfirklór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×