Legend rýkur upp listana vestanhafs 7. desember 2012 17:30 Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“