Vil sýna að ég sé svona mikils virði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2013 07:00 Alfreð Finnbogason í leiknum gegn PEC Zwolle á föstudaginn en hann skoraði bæði mörk Heerenveen í 2-1 sigri liðsins. Alfreð hefur nú skorað átján mörk í sextán leikjum, bæði í deild og bikar. nordicphotos/getty „Sigrar eru alltaf kærkomnir, sérstaklega þegar það er lítill munur á milli liða í deildinni,“ segir Alfreð Finnbogason en hann tryggði Heerenveen mikilvæg þrjú stig með því að skora bæði mörkin í 2-1 útisigri á PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið. Alfreð hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð og misst af tveimur til viðbótar vegna meiðsla. Hann hafði því ekkert skorað í rúman mánuð en er þrátt fyrir það enn langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með sextán mörk í fjórtán leikjum. „Maður getur í raun sjálfum sér um kennt að það teljist krísa að skora ekki í tveimur leikjum í röð. Ég kom mér sjálfur í það vandamál,“ sagði Alfreð í léttum dúr en hann segist aðeins hafa misst taktinn þegar hann meiddist um miðjan síðasta mánuð. Alfreð var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili með 24 mörk og segist sáttur við að hafa náð að fylgja þeim frábæra árangri eftir í haust. „Margir efuðust um að ég gæti haldið uppteknum hætti annað árið í röð. Þessi frábæra byrjun mín á tímabilinu sýnir að þetta var engin heppni og sjálfur var ég staðráðinn í að sýna að ég gæti verið máttarstólpi í liðinu tvö ár í röð.“Allir geta unnið alla Alfreð segir að hollenska deildin sé sterk en jafnari en oft áður. Það stafar af því að risarnir í hollenska boltanum – Ajax, PSV og Feyenoord – hafi oft verið betri en nú. Þessi þrjú lið hafa unnið 51 af 55 titlum síðan úrvalsdeildin [Eredivisie] var stofnuð árið 1956 en eru síður en svo með yfirburðastöðu í deildinni nú. „Nú geta allir unnið alla. Zwolle, sem við unnum á föstudaginn, vann fyrstu fimm leiki sína á tímabilinu en hefur nú ekki unnið í sex leikjum í röð. Það er auðvitað getumunur á liðum í deildinni en ef neðstu liðin vinna tvo sigra í röð eru þau lið komin í pakkann um miðja deild,“ útskýrir Alfreð. „Ég vil sýna að ég geti skorað gegn hverjum sem er og það gaf mér mikið sjálfstraust að hafa skorað í nánast öllum leikjum gegn bestu liðunum á síðasta tímabili. Ég vil komast í sterkari deild og þá þarf maður að vera enn stöðugri og sterkari.“Auðvelt að missa einbeitinguna Markaskorarar fá ávallt mikla athygli og ekki síst þeir sem standa sig vel í hollensku deildinni. Það hefur margsýnt sig að stóru liðin í Evrópu eru ófeimin við að fjárfesta í þeim – enda hefur Alfreð verið orðaður við nánast óteljandi lið á undanförnum vikum og mánuðum. Alfreð er spurður út í framtíð sína á nánast hverjum degi og viðurkennir að það verði þreytandi til lengdar. „Fjölskyldan mín á Íslandi les auðvitað fréttirnar sem eru sumar hverjar sannar en aðrar ekki. Ég sagði þeim um daginn að hætta einfaldlega að spyrja mig – ég myndi bara láta vita þegar eitthvað merkilegt gerist,“ segir Alfreð. „En ég viðurkenni að það er auðvelt að missa einbeitinguna og byrja að hugsa um næsta skref of snemma. Eina leiðin fyrir mig að taka næsta skref á mínum ferli er að standa mig vel í hverjum leik sem ég spila hér. Ég vil því helst bara einbeita mér að næsta leik og hvort eitthvað gerist í janúar verður þá bara að koma í ljós.“ Heerenveen fékk nokkur tilboð í Alfreð í sumar en þeim var öllum hafnað. „Félagið setti háan verðmiða á mig og í sumar var ekkert lið reiðubúið að borga svo mikið. Ég vil því sýna að ég sé svo mikils virði eins og félagið heldur fram.“Skiptir máli að velja rétt Alfreð segir að það trufli sig ekki þó svo að hann sé borinn saman við bestu sóknarmenn Evrópu. „Ég hef gaman af því en það er stór munur á því að skora vikulega í Hollandi og svo þessum bestu deildum í Evrópu. Þeir eru margir sem hafa farið héðan í sterk lið en mistekist. Aðrir hafa staðið sig en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvernig mér mun ganga. Ef ég fæ tækifæri til að komast í sterka deild skiptir máli að ég velji mér lið og umhverfi þar sem ég mun fá tækifæri til að skapa færi og skora mörk. En ég hef fulla trú á sjálfum mér og ég tel það ekki síður mikilvægt.“ Fótbolti Tengdar fréttir Á talsvert inni fyrir landsliðið "Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. 16. desember 2013 07:15 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
„Sigrar eru alltaf kærkomnir, sérstaklega þegar það er lítill munur á milli liða í deildinni,“ segir Alfreð Finnbogason en hann tryggði Heerenveen mikilvæg þrjú stig með því að skora bæði mörkin í 2-1 útisigri á PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið. Alfreð hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð og misst af tveimur til viðbótar vegna meiðsla. Hann hafði því ekkert skorað í rúman mánuð en er þrátt fyrir það enn langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með sextán mörk í fjórtán leikjum. „Maður getur í raun sjálfum sér um kennt að það teljist krísa að skora ekki í tveimur leikjum í röð. Ég kom mér sjálfur í það vandamál,“ sagði Alfreð í léttum dúr en hann segist aðeins hafa misst taktinn þegar hann meiddist um miðjan síðasta mánuð. Alfreð var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili með 24 mörk og segist sáttur við að hafa náð að fylgja þeim frábæra árangri eftir í haust. „Margir efuðust um að ég gæti haldið uppteknum hætti annað árið í röð. Þessi frábæra byrjun mín á tímabilinu sýnir að þetta var engin heppni og sjálfur var ég staðráðinn í að sýna að ég gæti verið máttarstólpi í liðinu tvö ár í röð.“Allir geta unnið alla Alfreð segir að hollenska deildin sé sterk en jafnari en oft áður. Það stafar af því að risarnir í hollenska boltanum – Ajax, PSV og Feyenoord – hafi oft verið betri en nú. Þessi þrjú lið hafa unnið 51 af 55 titlum síðan úrvalsdeildin [Eredivisie] var stofnuð árið 1956 en eru síður en svo með yfirburðastöðu í deildinni nú. „Nú geta allir unnið alla. Zwolle, sem við unnum á föstudaginn, vann fyrstu fimm leiki sína á tímabilinu en hefur nú ekki unnið í sex leikjum í röð. Það er auðvitað getumunur á liðum í deildinni en ef neðstu liðin vinna tvo sigra í röð eru þau lið komin í pakkann um miðja deild,“ útskýrir Alfreð. „Ég vil sýna að ég geti skorað gegn hverjum sem er og það gaf mér mikið sjálfstraust að hafa skorað í nánast öllum leikjum gegn bestu liðunum á síðasta tímabili. Ég vil komast í sterkari deild og þá þarf maður að vera enn stöðugri og sterkari.“Auðvelt að missa einbeitinguna Markaskorarar fá ávallt mikla athygli og ekki síst þeir sem standa sig vel í hollensku deildinni. Það hefur margsýnt sig að stóru liðin í Evrópu eru ófeimin við að fjárfesta í þeim – enda hefur Alfreð verið orðaður við nánast óteljandi lið á undanförnum vikum og mánuðum. Alfreð er spurður út í framtíð sína á nánast hverjum degi og viðurkennir að það verði þreytandi til lengdar. „Fjölskyldan mín á Íslandi les auðvitað fréttirnar sem eru sumar hverjar sannar en aðrar ekki. Ég sagði þeim um daginn að hætta einfaldlega að spyrja mig – ég myndi bara láta vita þegar eitthvað merkilegt gerist,“ segir Alfreð. „En ég viðurkenni að það er auðvelt að missa einbeitinguna og byrja að hugsa um næsta skref of snemma. Eina leiðin fyrir mig að taka næsta skref á mínum ferli er að standa mig vel í hverjum leik sem ég spila hér. Ég vil því helst bara einbeita mér að næsta leik og hvort eitthvað gerist í janúar verður þá bara að koma í ljós.“ Heerenveen fékk nokkur tilboð í Alfreð í sumar en þeim var öllum hafnað. „Félagið setti háan verðmiða á mig og í sumar var ekkert lið reiðubúið að borga svo mikið. Ég vil því sýna að ég sé svo mikils virði eins og félagið heldur fram.“Skiptir máli að velja rétt Alfreð segir að það trufli sig ekki þó svo að hann sé borinn saman við bestu sóknarmenn Evrópu. „Ég hef gaman af því en það er stór munur á því að skora vikulega í Hollandi og svo þessum bestu deildum í Evrópu. Þeir eru margir sem hafa farið héðan í sterk lið en mistekist. Aðrir hafa staðið sig en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvernig mér mun ganga. Ef ég fæ tækifæri til að komast í sterka deild skiptir máli að ég velji mér lið og umhverfi þar sem ég mun fá tækifæri til að skapa færi og skora mörk. En ég hef fulla trú á sjálfum mér og ég tel það ekki síður mikilvægt.“
Fótbolti Tengdar fréttir Á talsvert inni fyrir landsliðið "Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. 16. desember 2013 07:15 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Á talsvert inni fyrir landsliðið "Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. 16. desember 2013 07:15