Á talsvert inni fyrir landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2013 07:15 „Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. „Jú, ég fylgdist með þessu. Það var ekki gaman,“ bætir hann við. Alfreð viðurkennir að 2-0 tapið í Zagreb sitji enn í honum. „Ég held að ég muni aldrei sætta mig fullkomlega við þetta – að hafa verið svo nálægt þessu en mistekist. Hins vegar er lítið við því að gera þegar maður tapar fyrir liði sem spilar betur á þeim degi. Króatarnir voru mun betri en við í þessum leik. Þannig var það bara,“ segir hann. Alfreð byrjaði í helmingi leikja Íslands í undankeppni HM og kom við sögu í öllum þeirra nema tveimur. Hann skoraði tvö mörk af þeim sautján sem Ísland skoraði alls. „Ég byrjaði ágætlega á þessu ári og átti gott samstarf við Kolbein. En þá meiðist ég og missi af tveimur leikjum. Liðinu gekk þá vel og ég komst ekki aftur inn í byrjunarliðið strax,“ segir Alfreð. „Mér finnst ég eiga talsvert inn með landsliðinu og að ég geti sýnt meira en ég hef gert. Það finnst mér jákvætt.“ Alfreð byrjaði í báðum leikjunum gegn Króatíu en sóknarleikur Íslands gekk illa í þeim leikjum. „Ég fundaði mikið með Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfara] þar sem við fórum yfir leikskipulagið. En sóknarleikurinn var ekki í forgangi og ég held að okkur hafi ekki tekist að skapa okkur opið færi í þessum tveimur leikjum. Þá nýtast mínir hæfileikar ekki sem best,“ segir Alfreð. „En það er alveg ljóst að við erum komnir með góðan grunn fyrir framtíðina. Við töluðum það strax eftir leik að nota þessa ónotatilfinningu til að hvetja okkur áfram í næstu undankeppni. Næsta markmið er að gera atlögu að sæti í úrslitakeppni EM 2016.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
„Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. „Jú, ég fylgdist með þessu. Það var ekki gaman,“ bætir hann við. Alfreð viðurkennir að 2-0 tapið í Zagreb sitji enn í honum. „Ég held að ég muni aldrei sætta mig fullkomlega við þetta – að hafa verið svo nálægt þessu en mistekist. Hins vegar er lítið við því að gera þegar maður tapar fyrir liði sem spilar betur á þeim degi. Króatarnir voru mun betri en við í þessum leik. Þannig var það bara,“ segir hann. Alfreð byrjaði í helmingi leikja Íslands í undankeppni HM og kom við sögu í öllum þeirra nema tveimur. Hann skoraði tvö mörk af þeim sautján sem Ísland skoraði alls. „Ég byrjaði ágætlega á þessu ári og átti gott samstarf við Kolbein. En þá meiðist ég og missi af tveimur leikjum. Liðinu gekk þá vel og ég komst ekki aftur inn í byrjunarliðið strax,“ segir Alfreð. „Mér finnst ég eiga talsvert inn með landsliðinu og að ég geti sýnt meira en ég hef gert. Það finnst mér jákvætt.“ Alfreð byrjaði í báðum leikjunum gegn Króatíu en sóknarleikur Íslands gekk illa í þeim leikjum. „Ég fundaði mikið með Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfara] þar sem við fórum yfir leikskipulagið. En sóknarleikurinn var ekki í forgangi og ég held að okkur hafi ekki tekist að skapa okkur opið færi í þessum tveimur leikjum. Þá nýtast mínir hæfileikar ekki sem best,“ segir Alfreð. „En það er alveg ljóst að við erum komnir með góðan grunn fyrir framtíðina. Við töluðum það strax eftir leik að nota þessa ónotatilfinningu til að hvetja okkur áfram í næstu undankeppni. Næsta markmið er að gera atlögu að sæti í úrslitakeppni EM 2016.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira